Fyrir sjúklinga

Tannlýsingarskinnur

Fyrst tekið er mát af tönnum og búnar til mjúkar plastskinnur sem liggja þétt að tönnunum. Þú færð lýsingarefni hjá okkur sem þú tekur með heim. Lítill dropi af lýsingarefni er settur á framlið skinnunnar, gott er að hafa tennur þurrar þegar skinnan er sett á. Beðið er í 40 mínutur með lýsingarefnið á og síðan skal skola munn og skinnur með köldu vatni og tannburta létt yfir án tannkrems

Við bendum á að kaffidrykkja, reykingar, rauðvín og annað matarkyns eða drykkjar sem litar – hefur slæm áhrif og dregur úr virkni lýsingarinnar. Við bendum fólki því á að passa uppá það eftir lýsingu.

Lýsing í stól

Þessi tegund af lýsingu er gerð á tannlæknastofunni. Sett er lýsingarefni á tennur og látið bíða í 60 mínútur undir sérstöku UVA (ultra violet) ljósi. Þessi lýsing er sterkari en sú sem er notuð með skinnum, og til að viðhalda þessari lýsingu mælum við með að nota mjúkar lýsingar skinnur eftir meðferðina.

ClearCorrect

ClearCorrect er tannréttingar meðferð sem farin fram er að tennur eru skannaðar og gerðar eru herðingar skinnur úr hitamótuðu plasti. Skinnurnar eru notaðar til þess að leiðrétta tann- og bitskekkju.

Rótfyllingar

Þegar tönn fær sýkingu í kviku þarf að fjarlægja kvikuna og setja rótfyllingu í staðinn. Kvikan er mjúkur vefur sem er inn í tönninni sem inniheldur taugar og æðar sem næra tönnina.

Eftir úrdrátt tannar

Almennar reglur eftir úrdrátt er að forðast

a) að koma við sárið með tungu, fingri eða verkfærum

b) að sjúga úr sárinu

c) að borða fyrsta daginn eftir úrdrátt, einungis drekka kalda drykki

d) að neyta tóbaks eða áfengis fyrstu 2 daganna.

Best er að skola munninn sem minnst aðgerðardaginn, forðast skal alveg að snerta sárið í nokkra daga. Áður en deyfing hverfur er gott að taka léttar verkjatöflur eins og panodil eða paracetamol. Munnvatn getur verið blóðlitað 1-2 tíma eftir aðgerð, ef einhverjar áhyggjur erað ræða er alltaf hægt að hringja.

Tannplantar

Við græðum tannplanta í bein og smíðum krónu eða brú þar ofan á. Tannplanta-aðgerð er í flestum tilfellum inngripslítil aðgerð en getur breytt miklu hvað varðar útlit og þægindi þegar tennur hafa tapast.